Kenwood KA-701

Fallegur magnari frá Kenwood framleiddur 1978 – 81.   Hér er vel hugað að skermingum og jarðbindingu eininga.   Phono RIAA einingin er á brettinu aftaná þar sem tengin eru.   Hún er sérstaklega skermuð af.

Sérsteypt álkælingin skiptir magnaranum í tvennt – truflanalega sagt.   Tvöfaldur spennugjafinn situr í miðju.    Einn spennir en tvær afriðunareiningar.

Þessi þurfti talsvert hreinsunarátak í skipturum og stillum auk þess að fara þurfti yfir lóðningar nálægt útgöngunum.

Bias og hvílustraumar stilltir.  Gekk of heitur.

Útgangarnir í þessum eru:

Virkar nú eins og engill.

Kenwood KA-8004

 

Einn flottur af eldri árgöngum frá Kenwood.    Dálítið ljósadæmi sem sýnir hvað er stillt á.   Flottur spennugjafi og aflmikill.   Þéttur í soundi og ber aldurinn vel.   

Þurfti að skipta um nokkra þétta í audio-path ásamt hreinsunarátaki í stillum og skipturum.    Virkar vel.

M.