Í dag bættust á Lagerinn, skemmtilegir minnislyklar. Þeir eru ekki úr plasti heldur Hlyns-við. Virkilega flottir og eigulegir.
Taka 128GB af gögnum þannig að oft get ég sett minni afrit á þá.
Ekki skammar upp á að þeir eru sérmerktir.
M.

Verslun og vefverslun, Íhlutir og smávörur. Viðgerðir á hljómtækjum, Yfirfærslur mynd- og hljóðefnis á stafrænt form, Smíðar og hönnun hljómtækja.
Í dag bættust á Lagerinn, skemmtilegir minnislyklar. Þeir eru ekki úr plasti heldur Hlyns-við. Virkilega flottir og eigulegir.
Taka 128GB af gögnum þannig að oft get ég sett minni afrit á þá.
Ekki skammar upp á að þeir eru sérmerktir.
M.
Fallegur magnari frá Kenwood framleiddur 1978 – 81. Hér er vel hugað að skermingum og jarðbindingu eininga. Phono RIAA einingin er á brettinu aftaná þar sem tengin eru. Hún er sérstaklega skermuð af.

Sérsteypt álkælingin skiptir magnaranum í tvennt – truflanalega sagt. Tvöfaldur spennugjafinn situr í miðju. Einn spennir en tvær afriðunareiningar.
Þessi þurfti talsvert hreinsunarátak í skipturum og stillum auk þess að fara þurfti yfir lóðningar nálægt útgöngunum.
Bias og hvílustraumar stilltir. Gekk of heitur.
Útgangarnir í þessum eru:
Virkar nú eins og engill.
Einn flottur af eldri árgöngum frá Kenwood. Dálítið ljósadæmi sem sýnir hvað er stillt á. Flottur spennugjafi og aflmikill. Þéttur í soundi og ber aldurinn vel.
Þurfti að skipta um nokkra þétta í audio-path ásamt hreinsunarátaki í stillum og skipturum. Virkar vel.
M.